Byrjendanámskeið í Gervigreind 22. og 23. apríl Image

Byrjendanámskeið í Gervigreind 22. og 23. apríl

Byrjendanámskeið í Gervigreind 22. og 23. apríl

Lærðu að nota gervigreind – skref fyrir skref

Byrjendanámskeið í Gervigreind

Kynntu þér kosti Gervigreindar í leik og starfi.

Skemmtilegt og aðgengilegt grunnnámskeið í gervigreind sem hentar öllum!


Allt á íslensku

Þú spyrð á íslensku og færð svör á íslensku, nema þú óskir eftir öðru þá kann gervigreindin yfir 80 tungumál sem hún getur þýtt fyrir þig eða leitað upplýsinga í og svarað þér svo á því tungumáli sem þú vilt.

Fyrir alla – án flækjustigs

Þú þarft enga tæknilega þekkingu til að nýta gervigreind. Hún er fyrir alla, óháð reynslu. Að læra að spjalla við hana snýst ekki um að „læra á forrit“ heldur um að skilja hvernig þú getur nýtt hana í þínu daglega lífi.

Á námskeiðinu „Gervigreind fyrir byrjendur“ hjá Tölvufræðslunni lærir þú að byrja samtalið og nota gervigreind á gagnlegan hátt. Við förum yfir raunveruleg dæmi, sýnum hvernig spurningar hafa áhrif á svör og aðstoðum þig við að nýta tæknina á þínum eigin forsendum.

Hagnýt dæmi úr daglegu lífi

Gervigreind getur hjálpað þér á ótal vegu, til dæmis:

  • Íþróttir & heilsa – Settu upp æfingaplön, fáðu útskýringar á æfingum eða aðlagaðu mataræði eftir æfingaálagi.
  • Eldamennska – Láttu ChatGPT búa til uppskriftir miðað við ofninn þinn, áherslur í mataræði og fáðu skýrar leiðbeiningar.
  • Málningarvinna – Reiknaðu út hversu mikla málningu þú þarft miðað við stærð rýmis.
  • Fjármál – Greindu útgjöld úr heimabanka og fáðu innsýn í verðbreytingar á þjónustu.
  • Tækni & heimilistæki – Spurðu út í stillingar á ryksugunni, farsímatengingar við bílinn eða rekstur heimilistækja.
  • Ferðalög & afþreying – Fáðu tillögur að afþreyingu fyrir börnin á Tenerife í maí eða finndu bestu leiðina til að tengja farsímann þinn við bílinn.
  • Plöntur & umhirða – Taktu mynd af plöntunni þinni og fáðu leiðbeiningar um umhirðu.
  • Hvað eða hvar er þetta: Taktu mynd af Súlum og spurðu hvaða fjall er þetta.
  • Office pakkinn: Hvernig geri ég formúlu sem reiknar meðaltal eða sendi dreifibréf eftir nafnalista í word? Gervigreindin svara þér skref fyrir skref.
  • Fatnaður: Hvernig á ég að þrífa hvítu leðurskónna mína, mig vantar íslenskt prjónamynstur eða jafnvel að taka mynd af peysu og biðja gervigreindina að gera uppskrift af mynstrinu.
  • Nuddbyssa: Hvernig nota ég nuddbyssu og er mér óhætt að nota hana við ákveðnar aðstæður
  • Blóðprufur: Settu inn mynd af blaðinu með blóðprufunum þínum og biddu gervigreindina að útskýra fyrir þér lið fyrir lið niðurstöðurnar og koma með tilllögur um hvernig má bæta það sem vantar uppá.
  • Af hverju er bleyta í gluggum: Fáðu svör og hugmyndir að lausnum.
  • Heimanám barna: Fáðu leiðsögn um hvernig þú aðstoðar barn við að reikna þríliðureikning eða biður gervigreindina að búa til dæmablað sem þú biður það að leysa.
  • Enski boltinn: Hvaða leikmenn léku lokaleik meistaradeildarinnar 2012 og hvernig fór leikurinn.


Í stað þess að láta þér leiðast eða horfa á Netflix á dauðum stundum er spjall við gervigreindina miklu skemmtilegra og innihaldsríkara og tíminn gjörsamlega flýgur.


Af hverju námskeið?

Þó að gervigreind sé öflug, þá er lykillinn að árangursríkri notkun að spyrja réttu spurninganna. Á námskeiðinu lærir þú:

✅ Hvernig á að byggja upp samtal við gervigreind

✅ Hvernig á að meta réttmæti svara

✅ Hvernig á að nýta gervigreind til að spara tíma og einfalda daglegt líf



Hvernig fer námskeiðið fram

  • Fyrst setjum við upp aðgang/notanda á Chat GPT gervigreindar síðunni og hver og einn ákveður hvort hann vill borga um 3000 kr fyrir öflugri aðgang í einn mánuð.. Það er þá gert með kortanúmeri.
  • Það er nóg að koma með síma eða tölvu en gott er að koma með bæði og virkar aðgangurinn milli þeirra.
  • Þegar aðgangurinn er orðinn virkur er farið yfir hvernig spunageta gervigreindarinnar virkar og kennt að koma upp samtali við hana. Hvernig á að orða spurningar og halda áfram með þær þar til hentugt svar næst
  • Það er farið yfir hvernig á að greina rétt frá röngu því gervigreindin byggir bara á upplýsingum sem hún hefur aðgang að sem eru ekki alltaf réttar.
  • Tekin eru fyrir nokkur skemmtileg atriði sem gerfigreindin getur hjálpað með eins og eldamennska, innkaup, aðstoð við virkni heimilistækjanna okkar, gert prjónamynstur, hvernig á að slökkva á loftþrýstingsljósi í mælaborðinu á bíl og svo rúllar boltinn og við hjálpumst að við að búa til og leysa vandamál.
  • Yfirferðin er á hraða sem hentar öllum og þeir sem eru fljótari að tileinka sér kennsluefnið sökkva sér dýpra strax svo allir eru uppteknir að taka inn á sínum hraða.
  • Við höfum 6 klukkustundir til að verða góð í spjalli við gervigreindina og tileinka okkur að nota hana og enginn verður fyrir vonbrigðum í lok námskeiðsins.


💡 Komdu og lærðu á einfaldan, skemmtilegan og gagnlegan hátt! 🚀 Gervigreind einfaldar lífið og það sér enginn eftir því að læra á hana og nýta sér. Þetta er námskeiðið sem þú verður að koma á.


Upplýsingar um námskeiðið

Hvernig námskeiðið er kennt:

Við munum útskýra hvert skref á auðveldan hátt og kenna hvernig þú getur nýtt gervigreind til að leysa raunveruleg verkefni. Við ætlum að nota bæði fyrirlestur og æfingar til að tryggja að þú fáir fullan skilning á því hvernig þetta tól virkar.

📅 Dagsetning: Þriðjudaginn 22. apríl og Miðvikudaginn 23. apríl í staðnámi

⏰ Tími: Kl. 17:00 – 20:00

📍 Staðsetning: Símey, Þórsstíg 4

⏳ Lengd: Samtals 6 klukkustundir

Verð: 16990

Skrá mig